Ljósmyndir úr safni Óla Arelíusar Einarssonar í Keflavík.

 

Þessar myndir tók Óli Arelíus Einarsson í Keflavík. Efst t.v. er CJ-2A, sem Óli og Jón Guðmundsson keyptu saman, eins og hann leit út þegar þeir sóttu hann. Á myndinni til hægri sést bíllinn eftir að hafa verið endursmíðaður frá grunni. Þessi CJ-2A er af árgerð 1947. Glöggur jeppamaður mun taka eftir því að hann er á herjeppahásingum að aftan og framan (4,88). Miðröð t.v. er glæsilegur CJ myndaður á Akureyri. Miðröð t.h. CJ-2A af árgerð 1947. Þessi bíll, sem er allur upprunalegur, er á Selfossi. Neðsta röð: Tveir góðir í Hörgárdalnum sem bíða eftir að fá nýtt líf.