STJÓRNEINING VAGNBREMSU

TEKONSHA VOYAGER ELECTRIC BRAKE CONTROL (9030 & 9035)
Grunnstilling - fínstilling

Þýð og frekari vinnsla texta: Leó M. Jónsson (Ath. þessi texti er námsgagn - hluti af LMJ-tækninámskeiði með leiðsögn. Því geta skýringar verið takmarkaðar þótt reynt hafi verið að bæta úr því, (sjá kynningu VAGNBREMSUR).

Dæmigerð tenging stjórneiningar. (* 4ra pinna tengillinn fylgir ekki með tæki)
(Heimild: www.etrailer.com )og Vefsíða LeósA: Styrk-stillir
B. Sleðarofi
C. Göt á festispöng
D. Litljós sem sýna stöðu
E. Viðbragðs-stillir

Áríðandi ábendingar
1. Festið stjórneiningunni a.m.k. 30 sm frá rafsegulbylgju-tækjum á borð við GSM-síma, talstöð, GPS o.s.frv.

2. Sé stöðurafhlöðu vagns umpólað eyðileggst stjórneiningin (öryggisrafhlöðu, á ensku = Breakaway battery)

3. Aftengið kerrutengil áður en stöðubremsa vagns er prófuð - að öðrum kosti getur stjórneiningin eyðilagst.

4. Litljósið er:

" GRÆNT þegar vagninn er tengdur bílnum.
" RAUTT þegar staðið er á bremsu bílsins eða sleðarofa beitt og vagn tengdur.

5. GRÆNA ljósið notar 10 milliamper frá rafkerfi bílsins og þyrfti því um 5000 klst. til að tæma rafgeyminn!

6. Viðbragðs- stillingin (E-hnappurinn) skiptir sköpum. Sú stilling ræður því hvort sjálfvirkt viðbragð bremsubúnaðar vagnsins er eðlilegt, of harkalegt eða of seint.
7. Stjórneining bremsubúnaðarins virkar með því að skynja flóttaafl. Stýribúnaðurinn nemur þannig hraðaminnkun og beitir bremsum vagnsins hlutfallslega með tilliti til hennar. Þegar bíll og vagn standa kyrrir virka bremsur vagnsins ekki nema sleðarofanum (B) sé beitt.

8. Ítarlegri upplýsingar um sjálfvirkan bremsubúnað vagna og dráttarbúnað er að finna á Vefsíðu Leós (www.leoemm.com) undir Tæknimál.


Algeng staða stjórneiningar í bíl

 


A. Festispöng
B. Skrúfur, 6x 9 mm

Athugið: Borun eða notkun lengri skrúfa getur skemmt tækið


1. Festið spönginni tryggilega í bílnum.

2. Notið einungis meðfylgjandi skrúfur til að festa tækinu.

3. Veljið æskilega stöðu og festið með spangarskrúfunum.


Grunnstilling hreyfinema
Stjórneiningu skal festa tryggilega (í bíl) og síðan grunnstilla hana (hnappur E).


Athugið:
1. Stjórneiningin vinnur með flóttaafli. Því skiptir máli að grunnstilling hennar sé rétt til að viðbragðsboð hennar valdi hvorki of hastarlegri né ófullnægjandi bremsun vagns.
2. Stillið bíl og vagni upp á láréttu undirlagi. Vagninn skal vera tengdur bílnum.

1. Tengdu vagninn bílnum. Litljósið á að lýsa GRÆNT.

2. Snúðu styrk-stillinum (hnappi A) réttsælis í botn.

3. Stigðu á bremsuna og stattu á henni.

4. Snúðu viðbragðs-stillinum (hnappur E) rangsælis þar til litljósið byrjar að breytast úr GRÆNU í RAUTT.

5. Snúðu viðbragðs-stillinum varlega réttsælis þar til litljósið er rauðgult.

Litljósið gefur eftirfarandi til kynna:

" RAUÐGULT, DÖKKT = venjuleg stilling
" RAUÐGULT, SKÆRT = öflugri bremsun
" RAUTT, DÖKKT = enn öflugri bremsun


Athugið: Til frekari glöggvunar: Viðbragðs-stilling vagnbremsu frá RAUÐGULU DÖKKU til RAUÐS DÖKKS samsvarar 20° snúningi á hnappi E.


6. Léttu fætinum af bremsunni.


Athugið: Þegar viðbragð stjórneiningarinnar er rétt stillt er mjög veikur straumur á rafseglum vagnbremsanna þegar staðið er á bremsu bílsins sem stendur kyrr. Dauft suð heyrist frá rafseglunum þegar straumur er á þeim. Hvenær sem litljósið sýnir annan lit en GRÆNAN er straumur á rafseglum vagnsins.

7. Styrk-stilling vagnbremsa

Eftir að stjórneiningu hefur verið fest og sjálfvirkt viðbragðs hennar hefur verið stillt - er næsta skrefið að stilla styrk (átak) vagnbremsanna þannig að þær geti stöðvað vagninn.

1. Tengdu vagninn bílnum.

2. Settu styrk-stillinn (hnapp A) í efstu stöðu (kl. 12).

3. Aktu bílnum með vagninn* í eftirdragi á stöðugum 40 km hraða á jafnsléttu þurru varanlegu slitlagi og beittu sleðarofanum.

Læsist bremsur vagnsins:
Snúðu þá styrk-stillinum (hnappi A) rangsælis úr stöðu 12 í stöðu kl. 8.

Sé bremsun vagnsins ófullnægjandi:
Snúðu þá styrk-stillinum (hnappi A) réttsælis úr stöðu 8 í stöðu kl.5.

4. Endurtaktu þrep 3 þar til bremsu-styrkur er rétt undir þeim mörkum sem læsir hjólum vagnsins föstum (en sú stilling tryggir hámarks-virkni vagnbremsanna).

5. Prófaðu kerfið með því að stöðva bíl/vagn nokkrum sinnum á hægri ferð*. Bremsuljósa-rofinn, sem fylgir hreyfingu bremspedalans við ástig, stjórnar bremsum vagnsins sjálfvirkt um stjórneininguna. Þú átt að finna greinilega fyrir því að vagninn bremsi og jafnframt að bremsur hans losni þegar ástigi á bremsu bílsins er sleppt.

Fínstilling
Nú á styrk-stillingin að vera rétt. Þá er komið að því að fínstilla viðbrögð bremsanna - aðlaga þau að aksturslagi.

1. Vertu á 40 km hraða og prófaðu að stöðva bílinn* - eins og þú værir að koma að rauðu ljósi - og fylgstu með því hvernig bremsur vagnsins bregðast við og virka:

Bremsur vagnsins taka um of
Viðbragð er stillt of harkalegt (hnappur E): Leiðréttu með því að snúa viðbragðs-stillinum réttsælis (sjá mynd hér að neðan).

Vagninn ýtir bílnum við stöðvun
Viðbragðið er stillt of seint (hnappur E): Leiðréttu með því að snúa viðbragðs-stillinum rangsælis (sjá mynd).

2. Endurtaktu þessar prófanir og stillingar þar til bremsurnar virka eðlilega (rétt stilling tryggir öryggi og hámarksendingu bremsubúnaðar bíls og vagns).

* Við innstillingu bremsubúnaðar á vagninn að vera af þeirri leyfilegu þyngd sem hann er að jafnaði á ferðalagi. Við prófun bremsa skal gæta þess að ekki skapist hætta fyrir aðra vegfarendur.

Athugið: (Sleðarofinn og virkni hans)
1. Beitið ávallt vagnbremsunum þannig að þær nái að hitna áður en styrkur (átak) þeirra er stillt (hnappur A). Kaldar bremsur bregðast seinna við en heitar. Hitaðu bremsurnar fyrir stillingu með því að aka stutta vegalengd (400 m) með sleðarofann (B) í miðstöðu. Sleðarofinn er handvirk stýring á bremsum vagnsins og þegar honum er beitt hefur handvirk stjórnun forgang umfram sjálfvirka. Sé sleðarofinn stilltur í botn jafngildir það stöðubremsu vagnsins. Sé sleðarofinn stilltur á miðbikið liggja bremsur vagnsins í (t.d. til að hita á stuttri vegalengd þær fyrir stillingu eða til að koma í veg fyrir að vagn ýti of mikið á bílinn þegar farið er niður stuttan halla eða ramp.

2. Styrk-stilling skal aldrei vera slík að hjól vagns læsist föst við bremsun. Föst vagnhjól sem dragast rýra stöðugleika bíls og skapa hættu.

3. Styrk-stillingu getur þurft að breyta - aðlaga (léttari eða þyngri vagn, breyttar aðstæður svo sem verri vegur/veður/möl o.s.frv).

4. Bremsubúnaður vagna er misjafn og mismikil hætta á læsingu þótt aðstæður breytist.

5. Þegar viðbragð og styrkur vagnbremsa eru rétt stillt kemur það greinilega fram í jafnri bremsun bíls og vagns.

6. Frost getur haft áhrif á flóttaaflsskynjun stjórneiningarinnar og um leið á virkni vagnsbremsa. Því skyldi leyfa bíl (og stjórneiningu) að hitna áður en haldið er af stað í frosti.

7. Leiki minnsti vafi á að vagnbremsur virki eðlilega skal fara aftur yfir gátlistana yfir stillingar hér á undan.

Bilanagreining
Vandamál
Hugsanleg orsök - aðgerð
Vagn tengdur bíl en ekkert GRÆNT ljós.

1. Tæring/útfelling í kerrutengli.

2. Jarðsamband laust eða rofið.

Vagn tengdur bíl. Ljós GRÆNT. Þegar sleðarofa (B) er beitt:
A. Ekkert RAUTT ljós.

B. Ljósið er RAUTT DÖKKT eða blikkandi RAUTT.

C. Ljósið dauft RAUTT DÖKKT og verður skærara sé dregið úr styrk (hnappur A).

1. Styrkur of nærri lágmarki.

2. Útleiðsla í bremsuleiðslu (bláa leiðslan).

3. Hvítu og svörtu leiðslunum hefur verið víxlað - stjórneining eyðilögð.

4. 12 volta spenna utanfrá á bremsuleiðslu (bláa leiðslan).

1. Ótengd jörð (hvíta leiðslan)
2. Jörð á bremsuleiðslu (bláa leiðslan).

1. Jörð á bremsuleiðslu (bláa leiðslan)
2. Bilun í rafseglum vagnbremsa

Of hastarleg viðbrögð þegar stigið er á bremsuna.

1. Viðbragðs-stilling röng. Sjá gátlista (Grunnstilling hreyfinema).

2. Styrkur of mikill (hnappur A).

Vagnbremsur bregðast of seint við.

1. Viðbragðs-stilling röng. Sjá gátlista (Grunnstilling hreyfinema).

2. Styrkur of lítill (hnappur A).

Vagn tengdur bíl. Staðið á bremsu:

A. Ekkert RAUTT ljós.

1. Bíll kyrrstæður. Verður að vera á hreyfingu til að vagnbremsur virki.

2. Merki (signal) vantar frá bremsuljósum. Mælið spennu á rauðu leiðslunni.

3. Viðbragðs-stilling röng. Sjá gátlista (Grunnstilling hreyfinema).

 

Tenging stjórneiningar í mismunandi bílum

Bíltegund
Litur leiðslna frá bíla-framleðanda
Litur leiðslna frá framleiðanda stjórneiningar
Hlutverk leiðslu
Chevrolet
Rauð
Svört
+ 12 volt
Ljósblá
Rauð
Br. ljós
Svört
Hvít
Jörð
Dökkblá
Blá
Vagnbremsur
Brún
(er ekki)
Lýsing

Nýrri Dodge
(græn leiðsla)

Hvít með rauðri rönd
Svört
+ 12 volt
Blá með hvítri rönd
Rauð
Br. ljós
Græn með svörtri rönd
Hvít
Jörð
Blá
Blá
Vagnbremsur
Dodge
Rauð með svartri rönd
Svört
+ 12 volt
Hvít með ljósbrúnni rönd
Rauð
Br. ljós
Svört
Hvít
Jörð
Blá
Blá
Vagnbremsur
Nýrri Ford (bleik leiðsla)
Bleik
Svört
+ 12 volt
Rauð
Rauð
Br. ljós
Hvít
Hvít
Jörð
Blá
Blá
Vagnsbremsur
Brún
(er ekki)
Lýsing
Ford
Rauð
Svört
+ 12 volt
Ljósgræn
Rauð
Br. ljós
Hvít
Hvít
Jörð
Dökkblá
Blá
Vagnbremsur
Brún
(er ekki)
Lýsing
Toyota
Svört með rauðri rönd
Svört
+ 12 volt
Græn með hvítri rönd
Rauð
Br. ljós
Brún
Hvít
Jörð
Rauð
Blá
Vagnbremsur
Græn
(er ekki)
Lýsing
Toyota 2003
og Lexus
Svört
Svört
+ 12 volt
Græn með gulri rönd
Rauð
Br. ljós
Hvít með svartri rönd
Hvít
Jörð
Rauð
Blá
Vagnbremsur
Græn
(er ekki)
Lýsing
Nissan og
Infinity
Rauð
Svört
+ 12 volt
Rauð með grænni rönd
Rauð
Br. ljós
Svört
Hvít
Jörð
Brún með hvítri rönd
Blá
Vagnbremsur
Rauð með blárri rönd
(er ekki)
Lýsing
VW og Porsche
Stokkur 2 (Rauð með gulri rönd)
Svart
+ 12 volt
Stokkur 3 (Svört með rauðri rönd)
Rauð
Br. ljós
Stokkur 1 (Brún)
Hvít
Jörð
Stokkur 4 (Blá)
Blá
Vagnbremsur
Honda
Blá
Svört
+ 12 volt
Hvít með svartri rönd
Rauð
Br. ljós
Svört
Hvít
Jörð
Brún með hvítri rönd
Blá
Vagnbremsur

 

Ath. Þessar upplýsingar eru fengnar frá TEKONSHA. Bílaframleiðendur breyta iðulega litum leiðslna og
því skyldi
taka þeim upplýsingum (dálkur 2) með fyrirvara og varðúð. Til öryggis skyldi því ávallt
straum- og viðnámsmæla leiðslur viðkomandi bíls fyrir tengingu.

Til baka á aðalsíðu

Aðalgrein um dráttarbúnað og vagna

Netfang höfundar