12 smábílar sem kosta innan við 3 milljónir

Tegund NCAP* Þyngd CO2 Eyðsla Far/flutn. Verð
Chevrolet Spark 4 939 68 68 5,1 170/568 1790
Kia Picanto 3 1090 113 65 4,8 127/882 1790
Nissan Micra 4 1045 115 80 5,0 256/ 2290
Suzuki Splash 4 1050 118 65 5,0 178/1050 1790
Toyota Yaris 5 990 118 69 5,0 275/1183 2515
Mitsubishi Colt 4 1090 119 95 5,5 210/900 2450
Honda Jazz 5 1047 123 100 5,2 346/1397 2940
Ford Fiesta 5 1055 128 60 5,4 295/979 2350
VW Polo 5 1067 128 60 5,5 280/952 2390
Hyundai i20 5 1035 141 99 6,0 295/1060 2590
Citroën C3 4 1150 145 75 6,1 300/1160 2950

* EuroNCAP er fjölþjóðleg vottun á mældri vernd þeirra sem ferðast í framsætum bíls sem steytir á steinvegg. Allir bílarnir ganga undir sams konar árekstrarpróf. Því fleiri stjörnur sem gefnar eru því meiri vernd er bíllinn talin veita gegn alvarlegum meiðslum. Verð eru fengin af verðlistum umboða 14/6/2011.

** CO2 er losun koldíoxíðs samkvæmt staðalmælingu. Bifreiðagjald er reiknað eftir losun og þyngd bíls og er reiknivél á vef Ríkisskattstjóra www.rsk.is (Googlaðu CO2). Bensíneyðsla er samkvæmt EC-meðaltali.

Aukið öryggi
Þeir sem slá eftirfarandi tengil inn á tölvu munu sjá árekstrarpróf sem sænska tryggingafélagið Folksam stóð fyrir: http://www.folksam.se/testergodarad/krockfilmer/krocktest

Þar skella saman bílar af ólíkri stærð, annars vegar Volvo 920 Station af árgerð 1996, búinn þeim öryggisbúnaði sem þá tíðkaðist, en þetta eru stórir bílar sem þóttu ,,öryggið uppmálað" á sinni tíð. Hins vegar er einn af þessum nýju smábílum Toyota Yaris. Það mun koma mörgum á óvart að smábíllinn reyndist öruggari vörn gegn alvarlegum áverkum en sá stóri.

Breytt burðarvirkishönnun smábíla er m.a. fólgin í því að framstykki og hjólastell eru fjaðurmagnaðri en áður. Í stað þess að hnoðast beint gegn ökumanni og farþega í framsæti stýra stífur og styrkingar þverstæðri vélinni, burðarvirki og hjólum frá þeim, þ.e. við höggið þrýstast þessir hlutir niður og undir hvalbakinn. Í stað þess að framhjólin gangi inn í fótarými eru festingar þeirra þannig að þau leita út að ofanverðu og undir sílsinn. Jafnframt minnkar aflögun dyrastafs þannig að minni hætta er á að hurðir festist í körmunum. Loftpúðar og sjálfstrekkjandi bílbelti taka stóran hluta af högginu sem fólk yrði annars fyrir.