Leó M. Jónsson © 2004. Allur réttur áskilinn.

Allir geta ekki stjórnað. Sá misskilningur er útbreiddur að stjórnun verði kennd.
Hins vegar getur sá, sem hefur
réttu persónueiginleikana, orðið
betri stjórnandi með þjálfun !

Ákveðin atriði skipta máli varðandi persónuleika þeirra sem veljast til að annast stjórnun. Eiginleikinn til að hafa mannaforráð með árangri er ekki öllum gefinn. Fyrr á þessu ári (2004) birti Verslunarmannafélag Reykjavíkur niðurstöður könnunar á áliti starfsmanna á stjórnendum fyrirtækja. Starfsmenn (VR-félagar) höfðu verið beðnir að svara stöðluðum spurningum sem gáfu til kynna álit þeirra á stjórnun viðkomandi fyrirtækis og hvaða virðingu þeir báru fyrir atvinnurekandanum. Sá listi, sem birtist á vefsíðu VR, var athyglisverður. Stjórnendur þeirra fyrirtækja, sem lentu í neðstu sætunum á lista VR, ættu ekki að fást við stjórnun. Ákveðnar ástæður eru fyrir því að vonlausir stjórnendur darka í fyrirtækjum árum saman, fyrirtækjunum, sjálfum sér og öðrum til ómælds skaða og leiðinda. Sumar þeirra koma fram í eftirfarandi persónueiginleikum. Skyldir þú kannast við einhverjar þeirra hjá sjálfum þér eða þínum yfirmönnum?

Hver er þinn stíll - hvað af eftirfarandi lýsir
þér best í hlutverki stjórnanda?

eftir Leó M. Jónsson
Iðnaðar- og vélatæknifræðing
(Upphaflega samið sem kennslugagn fyrir námskeið í starfsmannavali í nóvember 2001, uppfært 2004)

Erfiðleikaprinsinn:
- Einblínir á það sem ekki virkar - á það sem ekki er í lagi.
- Leitar að sökudólgi.
- Teflir upp varnarstöðu í stað sóknar.
- Breytir forsendum ef annað dugir ekki til að gagnrýna frammistöðu.
- Er hemill á sköpunarmátt og hugmyndaauðgi.
- Kann ekki að hæla eða umbuna fólki fyrir vel unnið verk.
- Alltaf óánægður - hefði staðið sig betur í sömu stöðu.
- Eykur vandræði með því að einblína á eldri vandamál.
- Dregur mátt úr öðrum - kann ekki að hvetja.
- Seigdrepur frumkvæði annarra.
- ,,Veitir" fólki vinnu fremur en að greiða fyrir framlag þess.
- ,,Ylræktar" vinnuleiða.

Útrásarriddarinn:
- Leggur sig fram um að styrkja það sem hefur gefist vel.
- Einbeitir sér að þeim styrkleika sem er fyrir hendi.
- Lætur styrkleika starfsmanns yfirskyggja veikleika.
- Skapar vettvang fyrir hugmyndir og jákvæðni.
- Leiðtogi í hópefldri sókn að markmiðum.
- Eflir dug, áhuga og vinnugleði.
- Skapar anda og aðstöðu sem leiðir til lausna.
- Góð fyrirmynd (jafnvel persónulega).

Eftir hvaða línu hugsar þú ?
eftir Leó M. Jónsson
Iðnaðar- og vélatæknifræðing
(upphaflega samið sem kennslugagn í nóvember 2001, uppfært 2004)

Afturhaldstýpan:
- Alltaf á móti breytingum.
- Sannfærður um þetta sé ekki hægt.
- Leitar að vanda til að leysa.
- Blindast af vandamálum þegar mest á reynir.
- Forðast að taka á sig sök eða bera ábyrgð.
- Miðar alltaf við það sem áður var hægt að gera.
- Á erfitt með að leyna óþoli af að hlusta á fólk.
- Missir fljótt móðinn - úthaldslaus.
- Á erfitt með að velja og ákveða.
- Vanmáttur gagnvart ástandi/umhverfi.
- Getur aldrei ákvarðað neitt við annars manns vinnuborð.
- Vinnur oft mikið og lengi.
- Líður hvergi verr en heima hjá sér.
- Hræddur við áhættu af stórum ákvörðunum.
- Tekur bara litlar ákvarðanir - ef nokkrar.
- Geymir að ákvarða í lengstu lög.
- Þjáist af óöryggi og streitu.
- Sjúklega spéhræddur.
- Sjúklega þjófhræddur.
- Getur ekki gleymt því liðna - minni fílsins.
- Sjálfsálit takmarkaðra en vill vera láta.
- Einblínir á það sem æskilegt væri að forðast.
- Framkvæmir allt á ,,réttan hátt" .

Skapandi hugsuður:
- Opinn fyrir breytingum.
- ,,Get þetta" kemur fyrst í hugann.
- Byggir á árangri og styrk.
- Leitar möguleika í öllum stöðum.
- Þekkir ekki vörn - bara sókn.
- Tekur ábyrgð á athöfnum og ákvörðunum.
- Hugsar í þrepum nýrra tækifæra.
- Kann að hlusta vandlega.
- Ótæmandi brunnur orku.
- Hefur stjórn á ástandi/umhverfi.
- Nær árangri án þess að streða lengi.
- Kann að slappa af og njóta frítíma.
- Eflist við ögrun og áhættu.
- Innstilltur á nútíð og framtíð - áfram-þenkjandi.
- Sjálfsálit í góðu meðallagi - heilbrigð dómgreind.
- Stefnir að skilgreindum markmiðum - árangri.
- Framkvæmir réttu aðgerðirnar.

Hvers konar stjórnandi ertu ?
eftir Leó M. Jónsson
Iðnaðar- og vélatæknifræðing
(upphaflega samið sem kennslugagn í nóvember 2001, uppfært 2004)

Afturhaldstýpan:
- Verður að hafa sín eigin svör við öllu.
- Sá eini sem fær nothæfar hugmyndir.
- Tekur mark á slúðri við upplýsingaöflun.
- Gerir út ,,njósnara".
- Tekur sjálfur allar ákvarðanir.
- Gengur samt eftir árangri hjá öðrum.
- Pælir, pælir, pælir ….
- Nær ekki að byggja upp baráttuanda - bara kröfur.
- Kvartar undan hæfileikaleysi samstarfsmanna.
- Sjálfur betri í öllu: ,, þegar ég var ……
- Gerir samstarfsmenn háða leiðsögn að ofan - sem oftast reynist villuljós.
- Alltaf í vörn sem stjórnandi - án þess að fatta það sjálfur…
- Deilir helst ekki ákvörðunum - hræddur við að missa völd.
- Sérfræðingur í vandamálum.
- Leitar uppi vandamál til að leysa þau.
- Fljótur að dæma þá sem standast ekki ,,væntingar".
- Ótrúlega seinn að hugsa - án þess að viðurkenna það.
- Telur alltaf upp veikleika starfsmanns á undan styrk hans.
- Fyrirskipar vinnugleði.

Skapandi stjórnandi:
- Getur sætt sig við að aðrir viti meira - þrátt fyrir eigin menntun.
- Kann að hlusta vandlega.
- Opinn fyrir hugmyndum annarra.
- Nýtur virðingar - án þess að þurfa að fyrirskipa hana.
- Hvetur fólk til frumkvæðis og sjálfstæðra ákvarðana.
- Getur leitt hóp í átt að markmiðum.
- Getur stjórnað öflugu fólki þrátt fyrir persónulega óbeit.
- Reynir að hjálpa til við lausn á persónulegum vandamálum fólks .
- Skapar starfsgleði og áhuga.
- Er opinn fyrir nýjungum.
- Til fyrirmyndar sem ábyrgur gerða sinna.
- Ekki syndlausastur allra.
- Veit að streitulaus stjórnun leiðir til árangurs.
- Leggur áherslu á að byggja á styrk.
- Laðar fram styrkleika einstaklings en deyfir áhrif veikleika.
- Sýnir hvernig eigi að læra af mistökum.

eftir Leó M. Jónsson
Iðnaðar- og vélatæknifræðing
(upphaflega samið sem kennslugagn í nóvember 2001, uppfært 2004)

Aftur á aðalsíðu (Vefsíðu Leós)