Oftast kvartað undan Brimborg

Eftir Leó M. Jónsson vélatæknifræðing

Umsjónarmanni berast kvartanir vegna þjónustu bílaumboða. Oftar hefur verið kvartað undan þjónustu Brimborgar en nokkurs annars bílaumboðs. Þar næst kemur G. Bernharð (Honda/Peugeot) yfirleitt alltaf vegna himinhás verðs á varahlutum (hér standa rafknúnir bílar frá Peugeot ónotaðir vegna ónýtra rafhlaða sem kosta 25 þúsund evrur (með afslætti) en það er jafn mikið og rafbíllinn kostaði nýr). Næst koma IH og Bílabúð Benna, bæði þó með umtalsvert færri kvartanir og svo Hekla eftir að fyrirtækið var yfirtekið af fjármálastofnunum.

Oftast er kvartað undan verði á varahlutum hjá Brimborg, sérstaklega verði á varahlutum í Citroën og Mazda. Kvartað er undan verði á þjónustu bílaverkstæðis Brimborgar. Kvartað er undan gæðum viðhalds- og viðgerðarverkefna sem unnin hafa verið á verkstæði Brimborgar og kvartað er undan viðbrögðum Brimborgar vegna ágreiningsmála. Haft hefur verið samband við stjórnendur Brimborgar af sumum þessara tilefna. Þeir vita því af umræddum kvörtunum vegna varahlutaverðs og viðhaldsþjónustu.
Brimborg selur nýja bíla, varahluti og viðhaldsþjónustu fyrir eftirtalin vörumerki:
Ford, Lincoln, Volvo, Mazda, Citroën og Daihatsu
.

Vakin er athygli á því að nýir bandarískir bílar af gerðunum Ford og Lincoln eru seldir af fleirum en Brimborg og að varahluti og þjónustu fyrir þá má jafnframt fá annars staðar (upplýsingar um þá seljendur eru veittar með netpósti, sé þess óskað).

Til baka í BÍLAPRÓFANIR

Aðalsíða

Netfang höfundar