Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur ©:

Bensín og Diesel:

Volvo S80, V50, V70 frá og með árgerð 2001: Kóðalestur án tölvu

Í janúar 1999 keypti Ford Motor Company sænska Volvo fólksbílaframleiðandann. Á sl. 10 árum hefur það gerst að Volvo, sem lengi hafði verið ofarlega á skrám yfir bíla sem sjaldnast biluðu, fór að síga niður eftir skránum með hverju árinu. Undanfarin ár hefur bilanatíðni Volvo verið yfir meðaltali og ekki er ýkja langt síðan Volvo taldist bilanagjarnasti bíllinn á Skandinavíska markaðnum, samkvæmt úttekt dagblaðsins Expressen í samvinnu við Svensk bilprovning (sem er eign sænsku Vegagerðinni og sér um skráningu og skylduskoðun bíla) . Þessi fyrrum virti eðalvagn hefur nú á sér svo vont orð í Bandaríkjunum að eigendur hafa stofnað með sér samtök og sérstakar vefsíður til að leita réttar síns. Útlitið er enn Volvo, segja þeir í Bandaríkjunum, en gæðin og þjónustan er Ford (eða eins og þeir nefna það á ensku: ,,Lousy Ford quality and service" - en maður skyldi nú taka því með fyrirvara því það kann að vera að Volvo haldi því sjálft á lofti (að allt sé þetta Ford að kenna) til að beina athyglinni frá hrikalegum mistökum, á 9. áratug fyrri aldar, í stjórnun þessa fyrrum stolts Svíþjóðar.

Við höfum áður farið í gegn um bilanagreingingarkerfið sem notað er fyrir Volvo af árgerðum fram að 2001, þ.e. VADIS-kerfið og þar sem þeir bílar eru orðnir gamlir (og þið eigið væntanlega enn möppuna sem þá var notuð verður ekki fjallað neitt um það hér nema sérstakt tilefrni gefist til.

Með kaupunum á Volvo 1999 var tekið upp nýtt tölvukerfi sem er í Volvo frá og með árgerð 2001, VIDA: Vehicle Information and Diagnostics for Aftersales (PPC-kerfið). Í aðalatriðum er það sama kerfið og Ford notar í dýrari fólks- og pallbílum, í Lincoln, Land Rover og Jaguar. Þau námskeið sem hafa verið haldin í Evrópu í VIDA-kerfinu, t.d. í Svíþjóð, eru sérstaklega sniðin að algengustu bílunum á evrópska markaðnum. Þau hafa því ekki gagnast Íslendingum nógu vel vegna þess að hér er miklu meira af Ford og Volvo fyrir bandaríska markaðinn og í þeim bílum er ýmis búnaður sem ekki er seldur í Evrópu. Það skýrir ýmsa orðaleiki Volvo, önnur heiti yfir ýmsan búnað sem á að gefa í skyn að hann sé að einhverju leyti uppfinning Volvo (sem er náttúrulega álíka hlægilegt kjaftæði og þegar Volvo reyndi að sannfæra Svía um það 1990 að það hefði fundið upp ,,Cruise control" (Den svenska FartPiloten - og þá hlógu Bretar með öllum kjaftinum þvi Fart þýðir þar prump).

Tölvubúnaður
Yfirliti yfir tölvubúnað verkstæða er sleppt hér. Þess í stað er sýnt hvernig nota má innbyggt lestrarkerfi í tölvubúnaði bíla með VIDA-kerfinu til bilanagreiningar. Tekið skal sérstaklega fram að myndirnar sem hér eru birtar eru fengnar af sænsku þjónustuvefsíðu Volvo (www.jagrullar.se) og eru eign hennar.

1. Svissinn skal vera í stöðu 2.
Á V50 (og ef til vill fleiri) þarf rofuinn fyrir aðalljósinn jafnframt að vera stilltur á 0. Í sumum öðrum Volvo á ON svo lesturinn virki.

2. Styðjið á og haldið inni hnappinum í enda stefnuljósrofrans (READ).

Þannig eru bilanakóðarnir lesnir með tölvukerfinu sem er innbyggt í bílinn (VIDA sem í daglegu tali kallast PPC-kerfið). Forritið DTCS (sjá upptalningu) heldur utan um öll registur tölvukerfis bílsins.

Sá misskilningur er útbreyddur að OBD*-lesari nægi til að finna bilanir í, sem oft geta verið í mörgum registrum sem afleiður. En OBD-lesari les einungis þau bilanaboð sem hafa eitthvað að gera með eldsneytis- og brunaþætti vélarinnar. Þau eru um og innan við 10% af bilanakóðum og því er OBD-lesari, einn og sér, nánast gagnslaus nú orðið.

llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

* OBD = On Board Computer.

3. Styðjið þrisvar í röð á rofan fyrir þokuljósin að aftan. (Í glugganum fyrir neðan hitamælinn birtast heiti þeirra kerfa sem tölvan skannar og þeir bilanakóðar sem hún finnur geymda í viðkomandi registri.

Samandregið:
Svissinn í stöðu 2
Stutt á READ-takkann í enda sprotans og honum haldið inni.
Stutt þrisvar á takkann fyrir þokuljósin aftan á bílnum.
Síðan er READ-takkinn notaður til að fara í þrepum í gegn um kerfið.


 

Skrunað á milli registra
Frumforsenda þess að hægt sé að nota tölvubúnað og eigin búnað bílsins til bilanagreiningar er að viðkomandi þekki skammstafanir allra þeirra kerfa sem geta geymt bilunarkóða í minni. Þess vegna eru þeir birtir í eftirfarandi skrá, skammstöfun enska heitisins og íslensk þýðing þess. Skrunað er á milli þessara registra með READ-hnappnum. Birtist ekkert annað í upplýsingaglugganum en skammstöfun kerfis, t.d. AYC og svo skammstöfun fyrir næsta kerfi, t.d. BCM, þegar næst er stutt á READ, og þannig koll af kolli, eru engir bilanakóðar skráðir fyrir þessi registur. Birtist hins vegar HO2S og í beinu framhaldi t.d. PO 0038 er bilun í öðrum af tveimur súrefnisskynjurunum sem blöndun eldsneytisins byggist á. Þá er farið í aðra skrá og leitað að þessum tölukóða sem segir hvor af tveimur súrefnisskynjurunum (geta verið fleiri í sumum vélum) er bilaður. Tilkynningin ,,DTCS in Vehicle" í upphafi kóðalesturs (bilunarljós) þýðir að kóði fyrir ákveðna bilun er geymduríi kerfinu. Verkefnið er að finna í hvaða registri (búnaði bílsins) sá kóði er og ganga svo að biluninni og gera við hana.

Lista yfir bilunarkóða innan hvers registers er að finna á vefsíðu breskra aðila sem annaast þjónustu fyrir Volvo-eigendur og eru þær upplýsingar eign þeirra samtaka) Þessa pdf-skrá mæli ég með að sé prentuð og geymd í möppu:

http://www.bsr.se/man_diagnos_uk.pdf

Heiti hinna ýmsu kerfa
Skammstafanir og skýringar sem hér eru gefnar eiga sérstaklega við Volvo og eru fengnar frá Volvo í Gautaborg. Á það skal bent að Volvo hefur lengi iðkað að nefna ýmsa hluti, sem lengi hafa verið við lýði, öðrum nöfnum. 50 ára gamalt kerfi á borð við PCV (Positive Crancase Ventilation - þ.e. lokuð öndun vélar) einhverju allt öðru nafni, t.d. EVAP og PC-lokann ,,Canister Purge Valve." Þetta er hvorki sænsk sveitamennska né sérviska heldur með ráðum gert til að láta líta út, eða gefa í skyn, að um sé að ræða sérstök fyrirbrigði sem þróuð hafi verið, að öllu eða einhverju leyti, af Volvo. Fæst ef nokkurt af þessu er þróað af Volvo - flest kemur frá Ford eða alþjóðlegum undirverktökum. Þetta hefur m.a. gert þjónustu erfiðari hjá Volvo í Bretlandi og Bandaríkjunum og bandaríska Ford-þjónustukerfinu verið kennt um að ósekju. En fyrir þann sem þarf að gera við Volvo er nauðsynlegt að þekkja heitin á þessum kerfum (hvaðan í fjandanum sem þau eru upprunnin) , þ.e. hvaða nöfnum Volvo nefnir þau.
Athugasemd nr. 1: Dieselvél er héreftir táknuð með D.
Athugasemd nr. 2: Þessi grein er unnin upp úr námsgögnum frá 2002. Þá var EC90 dýrasti raðframleiddi Volvo-bílinn. Það kann að hafa breyst síðan og þarf að hafa í huga við notkun þessara upplýsinga.


" ABS: Antilock Brake System. Læsivörn bremsa.
" A/C: Air Conditioning. Loftkælikerfi.
" ACM: Alternator Control Module. Spennustýring rafhleðslukerfis.
" ADM: Additive Dosing Module. Blöndustýring eldsneytis (gangsetning)
" AEM: Accesory Electronic Module. Stýritölva fyrir samtengingu kerfa/búnaðar (t.d. forhitun eldsneytis (D), forhitun innanrýmis með brunamiðstöð, bakkviðvörun (frá og með 2004) o.fl.) einnig virkjun CAN-kerfis.
" AOC: Active On-demand Coupling. Tölvustýrða kúplingin sem tengir/aftengir Halda-fjórhjóladrifið til að auka veggrip (frá og með 2003).
" AP: Accelerator Pedal. Inngajfarpedalinn (þrepalaus rofi).
" AQS: Air Quality Sensor. Mæling á gæðum lofts í innanrými (sjá einnig IAQS).
" ATM: Antenna Tuner Module. Sjálfvirk leit að sterkasta sendimerki á AM/FM, TMC och GPS. (Eingungis í XC90-bílnum).
" AUD: Audio Module. Stjórneining fyrir hljómflutningskerfi. (Einungis í XC90).
" AUM: Audio Module. Sama og AUD í öðrum en XC90.
" AWD: All Wheel Drive. Aldrif í Volvo (virkar þegar þörf er fyrir aukið veggrip).
" AYC: Active Yaw Control. Sjálfvirk mótverkun hliðarsveiflu með því að bremsa eitt eða fleiri hjól (er einnig inni í DSTC).
" BCM: Brake Control Module. Stýritölva fyrir allt bremsukerfið.
" BLIS: Blind Spot Information System. Bylgjuendurvarp sem varar bílstjóra við faratækjum sem geta verið utan sjónarhorns baksýnisspegla.
" BSC: Body Sensor Cluster. Flóttaaflsnemi sem mælir hröðun/bremsun bílsins í mismunandi stefnu (er einnig inni í DSTC).
" CAC: Charge Air Cooler. Millikælir (er einungis á vélum með forþjöppu).
" CAN: Control Area Network. Hraðvirk boðflutuningsbraut (mænustrengur) sem miðlar breytiboðum til og frá rafeindaeiningum bílsins (sjá einnig LIN).
" CCM: Climate Control Module. Stýritölva loftræsti-, kælingar- og hitunarkerfa (loftslagskerfi, sjá einnig ECC).
" CEM: Central Electronic Module. Aðalraftafla með öryggjum, straumlokum og rafleiðslum til að knýja ýmsan búnað báðu megin í mælaborði (sjá einnig REM).
" CMP: Camshaft Position Sensor. Stöðunemi kambáss.
" CNG: Compressed Natural Gas. Eldsneytiskerfi fyrir lífgas.
" CP: Canister Purge Valve. Einstefnuloki fyrir öndun vélar (EVAP-kerfi í Volvo = PCV-kerfi í venjulegum bílum).
" CPM: Combustion Preheater Module. Stýritölva forhitunar (D).
" CVVT Continuously Variable Valve Timing. Sívirk aðlögun ventlatíma/opnunar.
" DDM: Driver Door Module. Höfuðrofaeining í bílstjórahurð (sjá einnig PDM).
" DEM: Differential Electronic Module. Stýritölva mismunardrifs í millikassa (AWD).
" DFCO: Deceleration Fuel Cut Off. Stýring loka sem stöðvar eldsneytisgjöf þegar vél er látin lhalda við (virkar t.d. með mótorbremsu á D).
" DIM: Driver Information Module. Upplýsingaskjár/gluggi í mælaborði sem birtir boð til bílstjóra.
" DSA: Dynamic Stability Assistance. Heiti sem Volvo hefur valið á spólvörn, sem virkar þegar ekið er á miklum hraða, og byggist á skynjun minnkandi massatregðu (er einnig inni í STC).
" DSTC: Dynamic Stabillity and Traction Control. Stöðugleikakerfi Volvos. Inni í því er STC og auk þess aðrar verkanir, einkum til að vinna gegn hliðarsveiflu/slink.
" DTC: Diagnostic Trouble Code. Bilunarkóði sem lesa má með hjálp OBD-útgangs.
" EBA: Emergency Brake Assistance. Sjálfvirkt kerfi sem eykur bremsuafl sé bremsum beitt umfram eðlilegt ástig (nauðstöðvun). (er jafnframt hluti af DSTC).
" EBD: Electronic Brake Distribution. Tölva sem hámarkar virkni bremsuafls með sjálfvirkri miðlun milli fram- og afturhjóla.
" ECC: Electronic Climate Control. Sjálfvikur búnaður sem heldur völdu ,,loftslagi" með hita- og loftræstikerfi (öfugt við handstillt).
" ECM: Engine Control. Vélartölva.
ECT: Engine Coolant Temperature. Hitastig kælivökva á vél.
" EDC: Engine Drag Control. Tölva sem stýrir mótorbremsu á D.
" EGR: Exahust Gas Recirculator. Pústhringrás, hringrásarloki (EGR-loki), hluti af mengunarvörn vélar.
" ETA: Electronic Throttle Actuator. Inngjafarmótor (þrepalaus rafsegulknúinn snigill frá Bosch) Frá og með árgerð 2002 á forþjöppuvélum (turbo) og árgerð 2003 á venjulegum. (sjá einnig ETM).
" ETM: Electronic Throttle Module. Inngjafarkverk með spjaldi (Magneti Marelli). Var á árgerð 2001 turbo og á 2002 venjulegum). (sjá einnig ETA).
" EVAP: Evaporative Emission Control System. Lokað öndunarkerfi á vél (hringrás) með einstefnulok (PC-loka).
" FC: Engine Cooling. Kælivifta vatnskassa.
" Four-C: Continuously Controlled Chassis Concept. Sjálfstillandi Volvo-fjöðrun (glussi/loft, sams konar kerfi og í Ford/Rover).
" FP: Fuel Pump. Eldsneytisdæla.
" GDL: Gas Discharge Lamp. Zenon-ökuljós frá Hella (sjá einnig HID).
" GDM: Gas Discharge Lamp Module. Stýrieining/spennir fyrir xenon-ljós.
" GPS: Global Positioning System Module. GPS-staðsetningartæki/kerfi. Með í þessu forriti er einnig kerfið (RTI) sem gefur til kynna hvar viðkomandi farartæki er niður komið.
" GSM: Gear Selector Module. Sá hluti tölvu sjálfskiptingar sem stýrir sjálfvirku gírvali.
" HID: High Intensity Discharge Lamp. Sama Hella-zenon-kerfið og GDL. (Í xenon-perum er enginn glóðar heldur myndast bogaljós af xenon-gasinu).
" HO2S: Heated Oxygen Sensor. Súrefnisskynjari (Volvo er loks hætt að kalla þennan skynjara ,,Lambdasond." (Með því að hita skynjarann strax og svissað er á mælir hann fyrr og nákvæmar súrefnið í útblæstrinum en sú breyta ræður blöndunni. Minni mengun á meðan vélin er að ná upp hita).
" HU-XXX: Head Unit. Upprunalega steríó-hljómflutningskerfi bílsins (XXX er gerðarnúmerið, t.d. 603, 803, 650 o.s.frv.
" IAM: Integrated Audio Module. Sambyggt útvarpsviðtæki og diskspilari með innbyggðum rekka (sama tæki og í dýrari Ford og Lincoln en einungis í XC90 hjá Volvo).
" IAQS: Interior Air Quality System. Tölva sem stýrir sjálfvirkri hringrás lofts og sérstakri hreinsun lofts inni í bílnum.
" IAT: Intake Air Temperature. Hitastig inntakslofts miðstöðvar (breyta).
" IC: Inflatable Curtain. Öryggisloftpúði (tjald).
" ICM: Infotainment Control Module. Tölvustýring fyrir ,,nfotainment" sem er sjónvarpskerfi (Intel) með skemmtefni, upplýsingum og fréttum (einungis í XC90).
" IDIS: Intelligent Driver Information System. Leiðsögukerfi sem auðveldar bílstjóra að velja fljótlegustu leiðir á milli staða og í borgum miðað við umferðarástand og álag (byggist á móttöku-forriti og skipulögðu umferðareftirliti. Þjónusta sem ekki er fyrir hendi á Íslandi).
" KD: Kick Down. Niðurskipting sjálfskiptingar með botngjafarrofa (pikki).
" KIR: Key Integrated Remote. Bíllykill með innbyggðri fjarstýringu.
" KS: Knock Sensor. Bank-nemi (nemur hljóð frá miskveikjun (Detonation) en tölvan notar bank-breytuna til að flýta neistatíma. Úrbræðslu-bank (t.d. frá stimpilstangarlegu) getur þannig haft áhrif á neistatíma vélar.
" LCM: Left Camera Module. Stýrieining sjónarhorns vinstri baksýnistökuvélar sem kemur í veg fyrir ,,dautt horn" - heyrir til BLIS-búnaðinum (sjá einnig BLIS og RCM).
" VLIN: Local Interconnect Network. Einfaldari og ódýrari boðflutningsbraut þegar flutningshraði og magn breytiboða þarfnast ekki séreiginleika CAN. Ræðst af búnaðarstigi bíls. (sjá einnig CAN).
" LPG: Liquefied Petroleum Gas. Lífgas/jarðgas, þ.e. fljótandi eldsneyti undir þrýstingi. (Ekki algengt í fólksbílum í Evrópu 2002).
" LSM: Light Switch Module. Ljósarofi sem er í mælaborði vinstra megin við stýrishjólið.
" MAF: Mass Air Flow Sensor. Loftmagnsskynjari. Mælir magn inntakslofts (notar til þess grannan vír úr hvítasilfri (platínu). Mælingin byggist á rafleiðni súrefrnis. Breytiboð send vélartölvu (ECDU).
" MAP: Manifold Absolute Pressure. Loftþrýstingur þar sem bíllinn er staddur. Í háu fjalllendi er loftið þynnra og minna súrefni en við sjávarmál. Breytuboð frá MAP notar ECU til að aðlaga bensínblönduna.
" MELBUS: Mitsubishi Electronics Bus. Boðflutningsbraut sem notuð er í Volvo-bílum sem hannaðir eru og framleiddir í samvinnu við MMC og búnir ,,nfotainment" skemmti- og upplýsingakerfi (þó ekki í EC90), (sjá einniug ICM og MOST).
" MIL: Malfunction Indicator Lamp. Bilanagreiningarljós.
" MMM: MultiMedia Module. Tölvustýring fyrir fjölmiðlun (einungis í XC90).
" MOST: Media Oriented System Transport. Gagnanet, enn sem komið er einungis í EX90, sem tekur á móti boðaum frá ljósleiðarakerfum á sviði ,,nfotainment" skemmti- og upplýsingamiðlunar (sjá einnig MELBUS).
" MP1: Media Player 1. Tölvustýring/tengi fyrir P1-diskspilara (undanfari iPod-diskspilara fyrir hljóð).
" MP2 Media Player 2. Tölvustýring/tengi fyrir P2-dislspilara (undanfari iPod-diskspilara fyrir mynd/hljóð).
" OBD: On Board Diagnostic. Bilunargreiningarkerfi sem skráir og geymir kóða sem sækja má með OBD-lesara eða innbyggðu lestrarkerfi bílsins. ODB-bilunarkóðar eru einungis fyrir vélstýrikerfið sjálft (eldsneytisblöndu, neistagjöf, brunastýringu og mengunarvörn (sjá einnig DTC). Í þessu Volvo-kerfi sem er dæmigert fyrir þau kerfi sem nú eru í flestum bílum (2010) eru OBD-bilunarkóðar um og innan við 10% af þeim bilunarkóðum sem heildfartölvukerfi bíls skráir. OBD-lesari, einn og sér, gefur ákaflega litla möguleika á að greina aðrar truflanir en þær sem beinlínis hafa með vinnslu, gang og eyðslu vélar að gera.
" OWS: Occupant Weight Sensor. Innbyggð vog í farþegastól fram í. Vogin er forrituð þannig að sé þungi farþegans innan ákveðinna marka virkar öryggisloftpúðinn ekki (hef ekki séð þennan sjálfvirka búnað nema í bílum fyrir bandaríska markaðinn).
" PAM: Parking Assistance Module. Hjálp við lagningu í stæði og akstur úr stæði. (bakk-viðvörun, sjá einnig PDC).
" PACOS: Passenger Airbag Cut Off Switch. Handvirkur rofi sem gerir öryggisloftpúða óvirkan fyrir farþega í framstól (börn í öryggisstólum).
" PDC: Parking Distance Controll. Hljóðgjafi sem eykur tíðni þegar bakkað er að fyrirstöðu (sjá einnig PAM).
" PDM: Passenger Door Module. Rofakassi í hurð farþegamegin með rúðurofum (sjá einnig DDM).
" PHM: Phone Module. Innbyggði farsíminn.
" PSM: Power Seat Module. Stýrieining rafknúinna stillinga á framstól.
" RCM: Right Camera Module. Myndatökuvél fyrir ,,dauða hornið" hægra megin aftan við bílinn (tilheyrir BLIS, sjá einnig BLIS og LCM).
" REM: Rear Electronic Module. Aðalrafmagnstafla fyrir afturhluta bílsins neð öryggjum, straumlokum og straumgjöfum fyrir ýmsan búnað (undir hleranum í farangursgeymslunni vinstra megin við varahjólið).
" ROPS: Roll Over Protection System. Öryyggisbúnaður sem dregur úr hættu á veltu.
" RSE: Rear Seat Entertainment System. Mynd- og tónkerfi með skemmtiefni, tölvuleikjum o.fl. fyrir farþega í aftursæti.
" RSM: Rain Sensor Module. Regnskynjari í framrúðu til að stjórna rúðuþurrkum sjálfvirkt.
" RTI: Road Traffic Information. Leiðsögukerfi Volvo byggt á GPS-tækni og upplýsingamiðlun frá umferðareftirliti.
" SAS: Steering Angle Sensor. Skynjari sem nemur stýrisvísun (tilheyrir DSTC).
" SC: Spin Control. Heiti sem Volvo hefur valið á spólvörn, sem virkar þegar ekið er á miklum hraða, og byggist á skynjun minnkandi massatregðu (er þáttur í STC og nokkurn veginn sama kerfi og DSA).
" SCL: Steering Column Lock. Stýrislás
" SCM: Siren Control Module. Stýrieining fyrir sírenu (neyðarflautu).
" SCU Start Control Unit: Startrofinn í svissnum.
" SDARS: Satelite Digital Audio Radio Service. Útvarpssendinga- og farstöðvakerfi byggt á neti fjarskiptahnatta (ekki fyrir Evrópumarkað).
" SIPS: Side Impact Protection System. Hliðarárekstrarvörn Volvo.
" SRI: Service Reminder Indicator. Boð um þjónustuþörf í upplýsingaskjá/glugga í mælaborði (sjá einnig DIM og SRL).
" SRL: Service Reminder Lamp. Boð um þjónustuþörf (ljós í upplýsingaskjá/glugga (DIM) (sjá einnig SRI).
" SRS: Supplemental Restraint System. Öryggisloftpúðakerfið. Einnig tölvan sem stýrir öryggispúðunum, skotstrekkjurum bílbelta, beltaslökun o.fl.).
" STC: Stabillity and Traction Control. Spólvörn. Í Volvo er spólvörnin til sem sjálfstætt kerfi (eins og í Lincoln) en einnig sem þáttur í DSTC.
" SUB: Subwoofer. Hátalarar fyrir dýpri bassa oft hafðir í faranmgursrými. Einnig stýrieining fyrir slíka hljóðgjafa.
" SUM: Suspension Module. Stýrieining fyrir sjálfstillandi Volvo-fjöðrun (glussi/loft (sjá Four-C).
" SWM: Steering Wheel Module. Minniseining sem geymir upplýsingar um síðustu valda stillingu/stöðu sem gerð hefur verið með hnöppum/rofum í stýrishjóli.
" TC: Turbo Charger. Pústþjappa (turbo).
" TC: Traction Control. Heiti Volvo á spólvörn sem virkar þegar tekið er af stað eða í hægum akstri og byggir á breyti-boðum frá ABS-hjólnemum (er innifalin í STC). Í stórum dráttum sams konar og TRACS.
" TCM: Transmission Control Module. Tölva sem stýrir sjálfskiptingu.
" TMAP: Temperature and Manifold Absolute Pressure. Skynjari sem gefur hitastig og loftþrýsting í millikæli.
" TMC: Traffic Message Channel. Stýrieining í RTI-kerfinu sem tekur á móti sendingum á TMC-rás (Traffic Message Channel).
" TRACS: Traction Control System. Heiti Volvo á spólvörn sem virkar þegar tekið er af stað eða í hægum akstri og byggir á breyti-boðum frá ABS-hjólnemum (er innifalin í STC).
" TRM: Trailer Module. Stýrieining fyrir straumgjöf um kerrutengil til eftirvagns.
" TWC: Three-way Catalytic Converter. Þriggja efna hvarfi (súrefni, kolmónoxíð og kolvatnsefni (HC).
" TXV: Termostatic expansion Valve. Þensluloki (ýrari) í loftkælikerfi (AC) sem stjórnar streymi kælimiðils inn í kælielement.
" UEM: Upper Electronic Module. Rafeindastýring og straumgjafi innbyggður í innri baksýnisspegil (hitamælir, áttaviti o.fl.).
" VADIS: Volvo Aftersales Diagnostic Information System. Eldra bilanagreiningarkerfi sem notað er fyrir Volvo-bíla fram til smíðaárs 2001. (sjá einnig VIDA).
" VIDA: Vehicle Information and Diagnostics for Aftersales. Bilanagreiningarkerfi sem notað er fyrir Volvo-bíla frá og með smíðaári 2001 (sjá einnig VADIS).
" VNT: Variable Nozzle Turbo. Pústþjappa með tölvustýrðan inntaksstút.
" VOC: Volvo On Call. Öryggiskerfi sem gerir viðvart á sjálfvirkan hátt um umferðarslys framundan á viðkomandi vegi (einungis í innbyggðu farsímakerfi).
" VSS: Vehicle Speed Sensor. Hraðanemi (t.d. fyrir hraðamæli).
" WHIPS: Whiplash Protection System. Meðvirkt öryggiskerfi Volvo sem kemur í veg fyrir og/eða dregur úr áverkum vegna hálshnykks (sjálfvirkir hnakkapúðar).
" WMM: Wiper Motor Module. Stýrieining fyrir valstillingu rúðuþurrka.
" WRG: Water Repellant Glass. Vatnsfælin filma á baksýnisspeglum og fremri hliðarrúðum.

Fleiri greinar um bíltækni

Pistlar

Til baka á aðalsíðu

Netfang höfundar