Ár
mán.
Atvik
1939
ágúst
Þjóðverjar ráðast inn í Pólland.
1939
október
Rússar ráðst inn í Finnland.
1940
mars
Finnar gefast upp fyrir Rússum og semja um frið í Moskvu.
1940
apríl
Þjóðverjar hertaka Noreg.
1940
apríl
Þjóðverjar hertaka Danmörk.
1940
apríl-maí
Bretar hertaka Færeyjar og Ísland !10.)
1940
maí
Þjóðverjar hertaka Holland, Belgíu og Lúxemborg.
1940
júní
Ítalir ganga til liðs við Þjóðverja.
1940
júní
Þjóðverjar ljúka hertöku Frakklands með falli Parísar.
1940
sumar
Þjóðverjar hefja kafbátahernað gegn Bretum.
1940
ágúst
Þjóðverjar hefja loftárasir á borgir á S-Englandi.
1940
ágúst
Ítalir hertaka Bresku Sómalíu og fara inn í Egyptaland um Lýbíu.
1940
haust
Bandaríkjamenn leggja Bretum til 50 gamlar orrustuflugvélar í skiptum fyrir flotastöðvar Breta í Karabíska hafinu og falla þar með (fræðilega) frá áður yfirlýstu hlutleysi.
1940
sept
Þjóðverjar mynda stríðsbandalag með Ítölum og Japönum.
1940
nóv
Slóvakía, Ungverjaland og Rúmenía knúin til þátttöku í stríðsbandalagi Þjóðverja, Ítala og Japana.
1940
október
Ítalir ráðast á Grikkland en eru hraktir til baka.
1940
desember
Bretar hefja sókn gegn Ítalska hernum í Bresku Sómalíu.
1941
febrúar
Bretar sigra Ítali í Bresku Sómalíu, Egyptalandi og Lýbíu og hertaka stóran hluta Lýbíu.
1941
mars
Ítalir ráðast öðru sinni á Grikkland en eru hraktir til baka.
1941
apríl
Þjóðverjar hertaka Júgóslavíu.
1941
apríl
Grikkir gefast upp fyrir Þjóðverkjum, Breskt varnarlið hörfar frá Grikklandi til Krítar.
1941
maí
Bretar hörfa frá Krít undan Þjóðverjum.
1941
maí
Þýska orrustuskipið Bismarck grandar breska beitiskipinu Hood í sundinu á milli Íslands og Grænlands (24.). 3 sólarhringum síðar granda bresk herskip Bismarck sunnar í Atlantshafi.
1941
mars
Bretar eyða ítalska flotanum og taka Eþíópíu.
1941
mars-apríl
Þjóðverjar (hersveitir Rommels), þvinga Breta til að hörfa frá Lýbíu til Egyptalands. Bretum tekst að halda Tobruk.
1941
maí
Bretar (og frjálsir Frakkar) hertaka Sýrland.
1941
júní
Bretar (og Rússar) hertaka Íran.
1941
júní
Þjóðverjar undir stjórn Rommels vinna Tobruk og hrekja Breta til El Alamain í Egyptalandi.
1941
júní
Þjóðverjar hefja innrás í Sovétríkin með stuðningi Ítala, Finna, Rúmena og Ungverja.
1941
ágúst-sept
Þjóðverjar leggja undir sig Úkraínu.
1941-42
vetur
Þjóðverjar og Rússar heyja vetrarstríðið í Rússlandi.
1941
desember
Japanir ráðast á Pearl Harbor (7.). Bandaríkin lýsa yfir stríði gegn Japönum. Þjóðverjar og Ítalir lýsa yfir stríði gegn Bandaríkjunum.
1941
desember
Japanir hertaka HongKong.
1942
janúar
Bandaríkjamenn (Roosevelt forseti) ákveða að stríðið í Evrópu skuli hafa forgang gagnvart stríðinu við Japani.
1942
janúar
Bretar hefja nætur-loftárásir á þýskar borgir. Í kjölfarið hefur bandaríski flugherinn dag-loftárásir á þýskar borgir.
1942
febrúar
Japanir hertaka Singapore.
1942
apríl
Bandaríkjamenn taka við hernámi Íslands af Bretum (formlega) en höfðu komið til landsins í júní 1941.
1942
september
Þjóðverjar ráðast á Stalingrad og umsátur hefst.
1942
október
Bretar (8. herinn undir stjórn Montgomerys) ráðast gegn Þjóðverjum (hersveitum Rommels) við El Alamain og hrekja til undanhalds.
1942
nóvember
Bandarískar og Breskar hersveitir, undir bandarískri stjórn, gera strandhögg í hlutlausu Frönsku Norður-Afríku.
1943
janúar
Paulus, yfirmaður þýska heraflans í Stalingrad og foringjar í liði hans , gefst upp fyrir Rússum (ath. en ekki formlega þýski herinn eða Þjóðverjar - taktik sem sögð var runnin undan ryfjum Hitlers).
1943
maí
Þjóðverjar og Ítalir hraktir frá Norður-Afríku undan hersveitum bandamanna.
1943
júlí
Bandamenn ganga á land á Sikiley og vinna hana á 39 dögum. Einræði Mussolinis lýkur á Ítalíu.
1943
september
Ítalir gefast upp fyrir bandamönnum.
1944
júní
Bandamenn gera innrás í Frakkland, Normandí. D-dagur 6. júní.
1944
júlí
Hitler sýnt banatilræði (20.). Hreinsanir í þýska hernum í kjölfarið.
1944
ágúst
Þjóðverjar hörfa frá V-Frakklandi (15.). Bandamenn vinna París af Þjóðverjum (25.).
1944
október
Erwin Rommel marskálkur fremur sjálfsmorð.
1945
mars
Bandamenn komast yfir Rínarfljót (24.).
1945
apríl
Þjóðverjar gefast upp á Ítalíu fyrir bandamönnum. Mussolini myrtur.
1945
apríl
Franklin Delano Roosevelt bandaríkjaforseti deyr (12.) - Harry S. Truman verður forseti.
1945
apríl
Adolf Hitler ríkiskanslari fremur sjálfsmorð.
1945
maí
Þjóðverjar gefast upp fyrir bandamönnum (7.).
1945
ágúst
Bandaríkjamenn varpa kjarnorkusprengju á Hiroshima (6.) og Nagasaki (9.)
1945
september
Japanir gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum.
 

 

 

ssssssssssssssssssssssssssssssssccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccfjkglfdjgjflgjklflgdkgjldkjfkgldjkg