Þessar myndir voru teknar á Akureyri síðsumars 2003. Efst t.v. er Ford Corsair, sem stóð í Fjörunni fyrir neðan Laxdalshús. Ég sé það á vefsíðu Fornbílaklúbbsins (fornbill.is) að þennan Corsair sem er af árgerð 1964 á Anton Ólafsson. Corsair-bílar voru aldrei margir hérlendis og án efa er þetta eina eintakið sem eftir er. T.h. er Fiat 850 sem stóð við Tryggvabraut en annar hvítur er í fullri notkun á Akureyri - sem er ekki lítil meðmæli með loftslaginu nyrðra. Renault sendibíllinn, við hús við Byggðarveg, er einnig á meðal sjaldséðra bíla hérlendis. Ljósmyndir: Leó M. Jónsson.