Auburn, Cord og Duesenberg

E.L. Cord var 29 ára þegar hann tók að sér að bjarga Auburn bílaframleiðandanum í Indiana frá gjaldþroti. Hann tók heldur betur til hendinni og af því er mikil saga sem m.a. fjallar um ,,besta bíl í heimi".

Fréttabréf Vélalands
unnið af L.M.J.

Boeing B-29 Superfortress

1994 var gerður út leiðangur til Grænlands til að bjarga risaflugvirki af gerðinni Boeing B-29 sem þar hafði nauðlent á stöðuvatni 400 km norðan við Thule og 800 km norðan við heimskutsbaug, árið 1947. Vélin var heil og eftir standsetningu var hún tilbúin fyrir flugtak. Á þeim tíma var einungis ein vél af þessari tegund í flughæfu ástandi í heiminum - verðmætið var því gríðarlegt. En enginn veit sína æfina fyrr en öll er ............

Porsche Carrera GT

Þessi nýjasti sport-keppnisbíll frá Porsche hefur fallið í skuggan af glæsitækjum frá Ferrari sem byggjast meira á auglýsingatækni en gæðum. Þessi Carrera GT er raunverulegur sportbíll sem skjótast má á í Bláa lónið og til baka án þess að þurfi að kalla út björgunarlið með kranabíla.

Þrælavinna en skemmtileg

Í 29 ár voru prófanir nýrra bíla á meðal viðfagnsefna Leós M. Jónssonar. Hér segir af ýmsu sem tengist þeirri starfsemi.

Borgward: Saga hugsjónamanns

Einn þeirra þýsku bíla sem þóttu bera af á 6. áratug síðustu aldar var Borgward. Af einhverjum orsökum er engu líkara en að þessi merkilegi bílaframleiðandi hafi gleymst - hann er ekki að finna í mörgum uppsláttarritum. Carl Borgward var stærsti einkaaðilinn í evrópskri bílaframleiðslu þegar snögglega snaraðist um á dróginni .....

Íslenska ryðvarnar-ruglið

Þrátt fyrir breyttar aðstæður og tæknilegar framfarir er enn verið að selja íslenskum bílakupendum ryðvörn (ofan á verksmiðjuryðvörn). Leó M. Jónsson er þeirrar skoðunar að um sé að ræða samsæri á milli bílaumboða og úreltra ryðvarnarfyrirtækja um að hafa fé af fólki með blekkingum.

GT-bílar: Franski Facel Vega

Einn merkilegasti bíll seinni hluta 20. aldar og jafnframt glæsilegur fulltrúi franskrar tækni var Facel Vega sem hugsjónamaðurinn Jean C. Daninos skapaði og sem Facel handsmíðaði í 1178 eintökum á 9 árum. Facel Vega var af þeirri gerð sem Frakkar nefna ,,Grand Rotiere" og jafnframt einn allra dýrasti lúxusbíllinn á sinni tíð - dýrari en Rolls Royce og hraðskreiðari en flestir GT-fólksbílar og margir sportbílar..

Sportbílar II: Chevrolet Corvette

Upphaflega ,,draumabíll" fyrir Motorama-sýningu GM 1952, lenti í framleiðslu nánast fyrir tilviljun og var uppnefndur ,,6 sílindra plastpútan frá Chevrolet" af Thunderbird-aðdáendum sem snarþögnuðu 1955 ........

Merkilegir Sportbílar

Hér birtist útdráttur úr bók um sportbíla eftir Leó M. Jónsson. (Útgefendur höfðu ekki einu sinni áhuga á að skoða handritið).

Ætlarðu að kaupa notaðan bíl? Leó M. Jónsson mælir með þessum.

Austin Gipsy 1958-'68

Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur: Þessi breski jeppi vakti sérstaka athygli fyrir byltingarkennda fjöðrun. Margir höfðu illan bifur á Flexitor-fjöðruninni. Það var samt sem áður ekki henni að kenna að Austin Gipsy hreinlega ,,gufaði" upp.

Skoda til 1990

Saga tékkneskrar bílaframleiðslu fjallar um Skoda og Tatra. Hér rekur Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur sögu eins af fjórum elstu bílaframleiðendum heims.

Saga Oldsmobil sem nú leggur upp laupana

Nú er verið að framleiða síðustu árgerðina af Oldsmobile. Saga þessa bílamerkis spannar 103 ár en saga framleiðandans hófst 1896.

Þegar Hudson var einn þeirra stóru

Hudson Motor Car Co. var við lýði 1909-1954 sem sjálfstæður bílaframleiðandi. Hudson voru merkilegir bílar af mörgum ástæðum - og merkilegri en margir virðast gera sér grein fyrir. Hér er sagan rakin.

Rússajeppinn og önnur ,,rúblugrín"

Þegar maður hefur sagt A (Willys) og B (Land Rover) verður ekki hjá því komist að skrifa um GAZ-69 (rússajeppann) og fleiri bíla að austan.

Öflugasti pikköppinn (uppfærð 27/3/04)

Árgerð 2004 af Ford F-250 Pickup með nýju 6 lítra V8 Powerstroke túrbódísilvélinni er ekki einungis kraftmesti vinnubíllinn á markaðnum - þetta er hreint út sagt ótrúlegt tæki. Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur hefur skoðað og prófað gripinn og lýsir honum, nýju dísilvélinni og nýju TorqShift-sjálfskiptingunni.

Saga Land Rover-jeppans 1947-1983

Tetra-kerfið: Bættu talstöð við GSM-símann

Saga Willys-jeppans eftir Leó M. Jónsson vélatæknifræðing.

Fyrri grein: Overland og Willys-Overland

Seinni grein: Kaiser-Willys og AMC

Chevrolet Corvair eftir Leó M. Jónsson. Líklega hefur aldrei öðru eins verið logið á einn bíl. Nú er Corvair á meðal eftirsóttra klassískra bíla.

Fyrri grein: 1. kynslóðin 1960-1964

Seinni grein: 2. kynslóðin 1965-1969

,,Rósir" og brot úr bílasögunni

Porsche 911 í næstum 40 ár

Það er ýmislegt sem Ferrari og fleiri hafa ekki getað leikið eftir Porche sl. 35 ár. Í þessum tveimur greinum er rakin saga þessa merkilega sportbíls:

Fyrri grein: Saga 911 1963-1974

Seinni grein: Saga 911 1975-1998

 

Bílaprófanir Leós

Reynsluakstur nýrra bíla og ítarleg lýsing á þeim. Mitsubishi Outlander, Chrysler PT Cruiser, BMW 320i Touring, Ford Mondeo, Toyota Corolla, Saab 9-3, Musso, Ford F-250, Land Rover Defender og fleiri.

Tjaldvagn - sjálfskipting !!

Bíleigendur hafa lent í þeim hremmingum að ,,steikja" sjálfskiptinguna á leið í eða úr sumarfríinu. Oftast er um stórtjón að ræða og viðgerð sem hleypur á hundruðum þúsunda króna. Í flestum tilfellum hefði mátt koma í veg fyrir óhappið. Hér eru upplýsingar sem komið gætu að gagni.

Bílaiðnaðurinn: Nokkrar staðreyndir

Alþjóðlegi bílaiðnaðurinn hefur tvöfaldað framleiðsluna á 51 ári. Hvers vegna er stór hluti bandaríska bílaiðnaðarins fluttur til Mexikó? Hvers vegna munu kínverskir bílar eiga eftir að flæða inn á markaði Vesturlanda?

Skriðdrekar - skriðdrekar - skriðdrekar

Abrams-skriðdrekinn, sem m.a. var beitt í Írak er talinn sá fullkomnasti í heimi. Saga skriðdrekans er að mörgu leyti merkileg. Hér er að finna greinasafn um skriðdreka frá því í fyrri heimstyrjöld, síðari heimstyrjöld og til nýlokinna herðnaðarátaka í Írak ásamt sérstökum greinum um þýsku skriðdrekana (Panzer) frá 1937-1945 og þekktustu skriðdrekaherforingja.

Tækni: Nytsamir punktar

Sportbílar:

Saga merkilegra bíla (nokkur dæmi):

,,Ameríski draumurinn":

Ford V8-flathedd, DeLuxe Coupe og Roadster 1932-34

Er eitthvađ amerískara en ,,HardTop" ?

Bílatækni - breytingar - endurbætur

Um bíla, vélar, sjálfskiptingar, tjúnun og tækni

Edelbrock Performer blöndungar

Allt um alternatorinn

Ýmsar frásagnir:

Berchtesgaden - ferðamannaparadís Þýskalands

Stærsta flugvél veraldar flaug einu sinni

Tíu uppfinningar sem breyttu heiminum

Jamestown: Stærsta seglskipið kom til landsins mannlaust

Hafnir: Fyrrum stærsta verstöð landsins - jarðsaga á Suðurnesjum

Slysavarnadeildin Eldey - saga á einu mesta sjóslysasvæði landsins

Aftur í 1. hluta forsíðu

lodrett_strik.gif (817 bytes)