Creighton W. Abrams hershöfðingi


Creighton Williams Abrams fæddist í Springfield Massachusetts 15. september 1914. Hann lauk námi frá West Point-herskólanum 1936 og kvæntist sama ár Julia Harvey. Abrams var höfuðsmaður og skriðdrekafylkisforingi í landhernum í síðari heimstyrjöldinni. Hann stjórnaði 4. bryndeild landhersins sem barðist með skriðdrekum m.a. í Þýskalandi á Mósel- og Rínarsvæðinu haustið og veturinn 1944.

Creighton W. Abrams hershöfðingi

 

Abrams var talinn færasti skriðdrekaforingi bandamanna og Patton hershöfðingi lét þau orð falla að allt sem hann kynni í skriðdrekahernaði hefði hann lært af ,,Abe" Abrams.

Eftir síðari heimstyrjöldina var Abrams undirhershöfðingi í Kóreustríðinu. Hann varð 4ra stjörnu hershöfðingi um 1960 og gegndi ýmsum lykilstöðum á vegum landhersins heima fyrir og í Evrópu. 1967 var honum fengið það hlutverk, sem næstráðanda, að minnka hernaðarumsvið Bandaríkjamanna í Vietnam en þar var hann til 1972 eftir að hafa tekið við stjórn heraflans af William Westmoreland hershöfðingja.

Abrams sem undirhershöfðingi og stjórnandi 3. bryndeild bandaríska landhersins í Evrópu 1959

Abrams var formaður herráðs landhersins og beitti sér fyrir því að þróuð væri fullkomnari vopn fyrir bandaríska herinn, m.a. skriðdrekar. Hann átti t.d. stóran þátt í því að herskylda var felld niður og bandaríski herinn mannaður sjálfboðaliðum. Abrams lést 4. september 1974 úr lungnakrabbameini.